18. fundur B-nefndar

06.06.2011 10:00

Dagskrá:

Dagskrá:

1. Ráðherrar og ríkisstjórn

2. Önnur mál

Fundargerð

18. Fundur B-nefndar haldinn 6. Júní 2011, kl. 10:00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Erlingur Sigurðarsson, Pétur Gunnlaugsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Gísli Tryggvason.

Guðbjörg Eva Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður setti fundinn. Gengið var til dagskrár.

1. Efni: ráðherrar og ríkisstjórn

Nefndarmenn ræddu nýjar greinar til kynningar í áfangaskjal og mótuðu tillögur að þeim.

• Undirstöður stjórnskipunar
Tillögur að tveimur ákvæðum í kafla er ber heitið Undirstöður - annars vegar um handhafa ríkisvalds og hins vegar um yfirráðasvæði, hið síðarnefnda að stofni til frá stjórnlaganefnd.

• Ríkisstjórn, ráðherrar og ráðherraábyrgð, starfsstjórn, bráðabirgðalög o.fl.
Nefndarmenn mótuðu ákvæði til framlagningar um störf og verkefni ríkisstjórnar og ráðherra, byggðar á þingræðisstjórnarforminu. Vinnan fulltrúa í þeim efnum tekur m.a. mið af fjölmörgum skýrslum sem hafa verið unnar á undanförnum árum þar sem lagðar eru fram tillögur um úrbætur á bæði lögum og stjórnarskrá, er lúta að störfum ráðherra og ríkisstjórna. Má í því sambandi nefna Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem og skýrslu vinnuhóps forsætisnefndar: Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu, sem og nýrri skýrslu nefndar um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands frá desember 2010. Þá er litið til stjórnskipun annarra ríkja, einkum á Norðurlöndum, og tilhögun í Svíþjóð og Finnlandi.

Ákveðið að leggja fram til kynningar ákvæði um ráðherra og sérstakt ákvæði um ríkisstjórn þar sem ríkisstjórn verður fjölskipað stjórnvald við ákveðnar ákvarðanatökur.

Rætt um bráðabirgðalög - Samþykkt að heimild til útgáfu bráðabirgðalaga falli brott.

Ráðherraábyrgð - rætt um nýtt ákvæði um ráðherraábyrgð er tengist m.a. nýjum ákvæðum um verkefni ráðherra annars vegar og ríkisstjórnar hins vegar.

Vísast til skýringa með skjölum lögð fyrir ráðsfund næstkomandi 9. júní.

2. Önnur mál.

Á næsta fundi nefndarinnar verður farið yfir þau ákvæði er út af standa í Alþingiskafla.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.