25. fundur B-nefndar

21.06.2011 09:30

Dagskrá:

1. Framlögð erindi

2. Hlutverk forseta

3. Breytingartillögur - áfangaskjalið

Fundargerð

25. fundur B-nefndar - haldinn 21. júní 2011, kl. 09.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Gunnlaugsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson og Gísli Tryggvason.

Ástrós Gunnlaugsdóttir hafði boðað forföll.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður, Katrín Fjeldsted, setti fundinn. Gengið var til dagskrár.

 

1. Framlögð erindi

 

Erindalisti lagður fram.

Erlingur Sigurðarson mætti á fundinn kl. 9:50.

 

2. Hlutverk forseta - málskotsréttur/staðfesting laga.

Nefndarmenn fóru yfir niðurstöðu sameiginlegs fundar í gær. Á fundi voru tveir valkostir ákveðnir sameiginlega.

 

3. Breytingartillögur - Áfangaskjal, forseti Íslands.

Nokkrar breytingartillögur verða lagðar fram. Hornklofar teknir út víðsvegar.
Farið yfir kafla um forseta Íslands:
3. gr. um forsetakjör - Hornklofi felldur brot. Ákveðið að hafa hlutfallstölu í stað fastrar tölu varðandi fjölda meðmælenda til forsetakjörs.
4. gr. um kjörtímabil forseta - Hornklofi felldur brott. Ákveðið að hafa takmörkun á setu forseta við þrjú kjörtímabil samtals 12 ár.
Athugasemd gerð við að ekki standi lengur í tillögum nefndar að forseti geti ekki verið alþingismaður. Fallist á að það sé fólgið í hlutarins eðli að bann við öðrum störfum feli í sér bann við þingmennsku. Í greinargerð kemur fram að það falli undir orðalagið önnur störf að forseti geti ekki gegnt þingmennsku.
Ákveðið að 5. gr. um eiðstafur forseta verði færður í 1. gr. um forseta.
9. gr. um ábyrgð forseta - Nefndarmenn ræddu í þaula ólík sjónarmið um ábyrgð forseta - sem helst í hendur við hvaða persónulegt vald hann hefur með höndum í lokaútgáfu frumvarpsins. Samþykkt að halda inni óbreyttu ákvæði um frávikningu forseta með þjóðaratkvæðagreiðslu sbr. núgildandi 11. gr.
11. gr. um náðun og sakaruppgjöf - Bætt við að náðun sé að tillögu ráðherra, sbr. núverandi skipan með þeim rökum að óeðlilegt sé að forseti taki sjálfstæðar ákvarðanir í þeim efnum, hætt sé við spillingu og hægt sé að efast um málefnalegt heit slíkra aðgerða án málsmeðferðar og undanfara í samræmi við góða stjórnsýsluhætt.

Samþykkt að 18. og 19. gr. falli brott.

Nefndarmenn benda á að skilgreina þurfi ábyrgð forseta stjórnarathöfnum ef til þess kemur að hann skipi án atbeina dómara og aðra embættismenn. Sama eigi við um ráðherra. Þá er bent á að auknum völdum forseta fylgir aukin ábyrgð. þurfi að fylgja þinglegt eftirlit og lagalegt eftirlit með starfsemi og stjórnarathöfnum forseta. Ljóst sé að forseti geti ekki lotið öðrum lögmálum en ráðherra, hins vegar séu sérsjónarmið sem gildi um stöðu forseta. Þingið eigi enn að hafa úrræði til að setja hann af og hann verði að lúta aðhaldi dómstóla eins og allir aðrir.

Spurningar sem ákveðið er að leggja fyrir óformlega skoðanakönnun meðal ráðsfulltrúa þann 24. júní:
Aldurstakmörk forseta - halda aldursskilyrði við 35 ára eður ei?
Málskotsréttur forseta - lagðir fyrir tveir mismunandi valkostir.
Ráðherrar gegni ekki þingmennsku- þríþætt spurning;
1. Óbreyttur texti - þingmenn víki af þingi meðan þeir gegna ráðherraembætti.
2. Meirihluti ráðherra utan þings - þingmenn víki sæti meðan ráðherra.
3. Alþingismenn segi af sér þingmennsku séu þeir skipaðir ráðherrar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.