38. fundur C-nefndar

05.07.2011 10:00

Dagskrá:

Dagskrá:
1. Fundargerðir 26.-36. fundar bornar upp til samþykktar.
2. Erindi sem borist hafa nefndinni.
3. Umræða um næstu störf nefndar og umsagnir.
4. Önnur mál.

Fundargerð

38. fundur C-nefndar, haldinn 5. júlí 2011, kl. 10.00-11.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek formaður, Andrés Magnússon, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

 

1. Fundargerðir 26.-36. fundar bornar upp til samþykktar

Fundargerðir 26.-36. fundar voru bornar upp án athugasemda og teljast samþykktar.

2. Erindi sem borist hafa nefndinni

Farið yfir erindi sem borist hafa nefndinni (sjá viðauka).

3. Umræða um næstu störf nefndar og umsagnir

Ólafur Þ. Harðarson prófessor kemur á fund nefndarinnar á morgun, miðvikudag, kl. 13.15.
Rætt um að senda utanríkiskaflann á stjórnmálamenn, en það fékk ekki undirtektir í stjórn ráðsins. Rætt um að fá umsagnir þeirra sem hafa unnið með málaflokka en ekki bara fræðimenn.
Rætt um samningu greinargerða og uppbyggingu: Meginmarkmið og umræða, meginákvæði, sögulegt yfirlit, fræðilegur samanburður, umsögn um einstakar greinar og viðauki og útfærslur.

4. Önnur mál

Engin önnur mál.

5. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði miðvikudaginn 6. júlí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00.