42. fundur C-nefndar

11.07.2011 10:00

Dagskrá:

 

Dagskrá:
1. Kafli um utanríkismál.
2. Kafli um kosningar og alþingismenn.
3. Önnur mál.

 

Fundargerð

42. fundur C-nefndar, haldinn 11. júlí 2011, kl. 10.00-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um utanríkismál

Farið yfir athugasemdir sem borist hafa frá utanríkisráðuneyti og nefndasviði, og ákveðið að gera orðalagsbreytingar á tillögu nefndar:
3. mgr. 1. gr orðist svo: „Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.“
2. gr. orðist svo: „Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum nema samþykki Alþingis komi til.“
Rætt um hvort ástæða sé til að setja í 3. gr. muninn á minni háttar og meiri háttar framsali eins og þekkist í Danmörku. Ekki ástæða til breytinga með hliðjsjón af því að túlka 2. og 3. gr. saman.
Rætt um stöðu forseta í utanríkismálakaflanum, um hvort hann fylgi stefnu ráðherra eða hvort hann hegði sér í samræmi við þá stefnu.

2. Kafli um kosningar og alþingismenn

Rætt um tillögur Þorkels Helgasonar og Ara Teitssonar um orðalagsbreytingar á tillögum nefndarinnar, sbr. umræðu síðustu funda nefndarinnar.

3. Önnur mál

Engin önnur mál.

4. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði þriðjudaginn 12. júlí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.