43. fundur C-nefndar

12.07.2011 09:30

Dagskrá:

 

Dagskrá:
1. Kafli um kosningar og alþingismenn.
2. Önnur mál.

 

Fundargerð

43. fundur C-nefndar, haldinn 12. júlí 2011, kl. 10.00-12.00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Lýður Árnason og Þorkell Helgason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Kafli um kosningar og alþingismenn

Rætt um texta í áfangaskjali í kafla um kosningar, um tillögur sem formaður hefur lagt fram og tillögur sem Þorkell Helgason og Ari Teitsson hafa lagt fram.
Rætt um að efnisbreytingar um þröskuld í kosningakerfinu, um fjölda bundinna þingsæta og hve löng greinin á að vera.
Rætt um nýtt ákvæði um landskjörsstjórn og gildi kosninga. Ákveðið að setja inn til kynningar og leita álita þar um. Rætt um bráðabirgðaákvæði um breytingu á kosningalögum í fyrsta skipti eftir gildistöku stjórnarskipunarlaganna.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði miðvikudaginn 13. júlí kl. 09.30, en til hans yrði boðað með tilkynningu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.00.