20. fundur stjórnar

07.07.2011 12:30

Dagskrá:
  1. Fundargerðir síðustu funda.
  2. Staða nefndastarfa.
  3. Fyrirkomulag starfsins fram undan.
  4. Önnur mál.
  5. Næsti fundur.

Fundargerð

20. stjórnarfundur - haldinn 7. júlí 2011, kl. 12.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs, Ari Teitsson, varaformaður, Silja Bára Ómarsdóttir, formaður verkefnanefndar A, Katrín Fjeldsted, formaður verkefnanefndar B, og Pawel Bartoszek, formaður verkefnanefndar C.

Auk þess sátu fundinn varaformenn verkefnanefnda A, B og C, þau Örn Bárður Jónsson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Íris Lind Sæmundsdóttir.

Þá sátu fundinn Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri og Sif Guðjónsdóttir aðallögfræðingur.

Boðað var til fundarins á síðasta fundi stjórnar, nánar tiltekið í gær 6. júlí.

Formaður setti fundinn og stýrði honum.

1. Fundargerðir síðustu funda

Frestað.

2. Staða nefndastarfa

Formaður ítrekaði áherslu sína á forgangsröðun verkefna, með áherslu á ályktun Alþingis frá 24. mars 2011, og lagði fram minnisblað þessa efnis.

Fyrirsvarsmenn nefnda gerðu grein fyrir umræðum sem farið hefðu fram, mati á forgangsröðun og skipulagi áframhaldandi vinnu. Nefndir muni áfram leggja áherslu á undirbúning greinargerða, þar á meðal taka afstöðu til athugasemda sérfræðinga og annarra, að því marki sem þær liggja fyrir.

Rætt var um mismunandi stöðu á vinnu við einstaka þætti í tillögum og hugmyndum nefnda og þörf á því að gæta innra samræmis.

3. Fyrirkomulag starfsins fram undan

Fjallað var um skipulag næstu viku og ákveðið að næsti ráðsfundur verði haldinn þriðjudaginn 12. júlí kl. 13.00. Daginn áður mun B-nefnd kynna tillögur sínar á opnum fundi með öllum ráðsfulltrúum.

4. Önnur mál

Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.

5. Næsti fundur

Formaður mun boða til næsta fundar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.05.

Fundargerð ritaði Sif Guðjónsdóttir