39. fundur B-nefndar opinn

11.07.2011 13:00

Dagskrá:

1. Heildartillögur B-nefndar

2. Skoðanakönnun

3. Ákvæði um embættismenn

Fundargerð

39. opinn fundur B-nefndar haldinn 11. júli 2011, kl. 13:00, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mættir voru eftirtaldir fulltrúar: Katrín Fjeldsted, Pétur Gunnlaugsson, Guðmundur Gunnarsson, Þorvaldur Gylfason, Ómar Þ. Ragnarsson, Eiríkur Bergmann, Pawel Bartoczek, Þórhildur Þorleifsdóttir, Andrés Magnússon, Lýður Árnason, Þorkell Helgason, Erlingur Sigurðarson, Illugi Jökulsson, Örn Bárður Jónsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Katrín Oddsdóttir, Gísli Tryggvason, Ari Teitsson, Salvör Nordal, Silja Bára Ómarsdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson.

Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir ritaði fundargerð.

Formaður Stjórnlagaráðs Salvör Nordal setti fundinn og vísaði fundarstjórn til Katrínar Fjeldsted formanns B-nefndar.

Atkvæðaseðlum var dreift á fundinum ásamt blaði með röksemdum með og á móti valkosti er varðar þingsetu ráðherra.

 

1. Heildartillögur B-nefndar

 

Katrín Fjeldsted reifaði stöðu á verkefnum B -nefndar. Eiríkur Bergmann Einarsson fór í hnotskurn yfir hvernig stjórnskipan samkvæmt tillögum B lítur út í heild sinni.

 

2. Skoðanakönnun

Aldursskilyrði forseta. Reifuð voru með og á móti sjónarmið við að halda kjörgengisskilyrði. Gengið var til kosninga.

 

Greiðsluheimildir og fjáraukalög. Reifuð voru sjónarmið með og á móti einstökum valkostum. Gengið var til kosninga.
Tilkynnt var um úrslit fyrri atkvæðagreiðslu þ.e. aldursskilyrði forseta. Fjórtán (14) merktu við valkost A þ.e. að aldurskilyrði væru á embætti forseta. Átta (8) merktu við valkost B, ekkert aldursskilyrði. Eitt atkvæði var skilað auðu. Alls höfðu 23 greitt atkvæði.

Seta ráðherra á þingi. Reifuð voru með og á móti sjónarmið við þremur valkostum. Gengið var til kosninga.

Tilkynnt voru úrslit atkvæðagreiðslu um greiðsluheimildir og fjárlög. Sextán (16) merktu við valkost A, fjórir (4) merktu við valkost B og þrír (3) við valkost C.

Alls höfðu 23 greitt atkvæði.

Tilkynnt voru úrslit atkvæðagreiðslu um setu ráðherra á þingi. Í 2. umferð kom í ljós að 11 höfðu merkt við C, en B var með 10 atkvæði. Alls höfðu 23 fulltrúar greitt atkvæði, en einn seðill var auður.

 

3. Ákvæði um embættismenn

 

Ráðsfulltrúar ræddu ítarlega tillögur um skipun embættismanna.

4. Almennar umræður um tillögur B nefndar
Ráðsfulltrúar ræddu almennt framkomnar tillögur B-nefndar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.