Fylgiskjal

Tekið fyrir: 7. ráðsfundur

Tillaga nefndar C til kynningar á 7. fundi

Lögrétta

[VALKOSTUR A: Forseti Íslands skipar í Lögréttu fimm menn til fjögurra ára með þekkingu á stjórnlögum, þar af einn án tillögu, tvo að tillögu Alþingis, og tvo að tillögu forseta Hæstaréttar Íslands.]

[VALKOSTUR B: Forseti Íslands skipar í Lögréttu fimm menn til fjögurra ára með sérþekkingu á stjórnlögum, þar af einn án tillögu, tvo að tillögu Alþingis, einn að tillögu forseta Hæstaréttar Íslands og einn þjóðkjörinn.]

 


Þingnefnd eða þriðjungur alþingismanna getur krafist þess að Alþingi óski eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá.

Forseti getur, án tillögu frá ráðherra, óskað eftir áliti Lögréttu um hvort samþykkt lög frá Alþingi samrýmist stjórnarskrá og frestað staðfestingu eða synjun laganna þar til endanleg niðurstaða ráðsins liggur fyrir.

Um störf Lögréttu skal mælt fyrir í lögum.