Aðfaraorð

Ummæli:

Óafgreitt hjá Stjórnlagaráði

Opið til umræðu

Upplýsingar

7. ráðsfundur: Kafli

Skoða eldri útgáfur.

Skýringar frá nefnd

Nefnd A leggur til að stjórnarskráin hefjist á inngangsorðum, þar sem tiltekin eru þau gildi sem liggja stjórnarskránni til grundvallar. Verði sérstaklega litið til niðurstöðu þjóðfundar, þar sem áhersla var m.a. lögð á lýðræði, frið, frelsi, sjálfbærni, jafnrétti, menningu, valddreifingu og ábyrgð. Texti 1. greinar verði unnin sameiginlega af öllum fulltrúum Stjórnlagaráðs, eftir því sem starfinu vindur fram.

Hér hefur verið tekið tillit til umræðu á 6. ráðsfundi og orðunum „frelsi“ og „menningu“ bætt við upptalninguna. Þó skal ekki líta svo á að um tæmandi upptalningu sé að ræða.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.