Silja Bára Ómarsdóttir

Alþjóðastjórnmálafræðingur, aðjúnkt við HÍ - F. 1971

silja.bara.omarsdottir@stjornlagarad.is

Námsferill

BA í alþjóðasamskiptum frá Lewis & Clark College, Portland, Oregon 1995.
MA í alþjóðasamskiptum frá University of Southern California, Los Angeles, Kaliforníu 1998. Stundaði doktorsnám við sama skóla.
Stúdent af nýmálabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, janúar 1990.
Ýmis námskeið í samningatækni, kennslu, tungumálum.
Lauk námskeiðinu Brautargengi í desember 2003.

Starfsferill

Aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 2005 til dagsins í dag.
Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands 2006-2009, (í leyfi 2008-2009).
Umsjón með útvarpsþættinum Gárur á Rás 1 2007-2008.
Sviðsstjóri (áður verkefnastjóri) og staðgengill framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu 2003-2006.
Kvikmyndaþýðandi hjá SDI Media 2000-2008.
Stundakennari og umsjónarmaður stundakennslu við Student Athlete Academic Services við University of Southern California 1999-2003.
Graduate Assistant á Disability Services and Programs við University of Southern California 1996-1999.
Teaching Assistant/Research Assistant við School of International Relations, University of Southern California 1995-2001.
Ýmis störf, t.d. við garðyrkju, aðstoðarkennslu, þrif, afgreiðslu í verslunum og bönkum, fyrir 1995.

Félagsstörf/stjórnmálastörf

Fulltrúi í undirhóp samninganefndar Íslands við ESB um utanríkismál. Skipuð af utanríkisráðherra 2010 til dagsins í dag.
Verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn. Tilnefnd af Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum 2009-2011. Skipuð af fjármálaráðherra.
Áhættumatsnefnd, skipuð af utanríkisráðherra. Formaður undirhóps um þverþjóðlegar ógnir 2007-2009.
Fulltrúi í Jafnréttisráði fyrir Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands 2008 til dagsins í dag.
Rannsóknanefnd um öryggismál. Stjórnarnefndarfulltrúi í sérfræðinganefnd um öryggisrannsóknir innan 7. rammaáætlunar ESB og íslenskum bakhópi 2007 til dagsins í dag.
Varamaður í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 2009 til dagsins í dag. Skipuð af menntamálaráðherra.
Varaformaður nefndar um erlenda fjárfestingu 2009-2010. Kjörin af Alþingi.

Í stjórn Félags stjórnmálafræðinga 2004-2007.
Í stjórn UNIFEM á Íslandi 2005-2007, þar af varaformaður 2006-2007.
Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 2006-2009.
Í ráði Femínistafélags Íslands 2007-2008.