Katrín Oddsdóttir

Lögfræðingur - F. 1977

katrin.oddsdottir@stjornlagarad.is

Námsferill

Haustönn 2010 Háskólinn í Reykjavík. MA-nám í lögfræði.

Háskólinn í Reykjavík. BA-gráða í lögfræði (dúx lagadeildar) 2007-2010.

University of London. Meistaranám í Understanding and Securing Human Rights við Institute of Commonwealth Studies 2006-2007.

Dublin City University. BA Honours-gráða í blaðamennsku og fjölmiðlafræðum 1997-2001.

Menntaskólinn í Reykjavík. Stúdentspróf af eðlisfræðideild 1993-1997.

Starfsferill

Réttur - Aðalsteinsson and Partners. Hóf fullt starf sem lögfræðingur á stofunni í maí 2010 en hafði áður unnið að sérverkefnum með námi, okt. 2008-nú.

Landsbanki Íslands. Starfaði á fyrirtækjasviði sem verkefnastjóri við þróun á stefnu bankans varðandi umhverfismál og samfélagslega ábyrgð, jún. 2008-ágúst 2008.

Prison Reform Trust - hagsmunasamtök. Vann með námi hjá samtökunum sem berjast fyrir bættum réttindum fanga í Bretlandi, nóv. 2006-jún. 2007.

Fíton - auglýsingastofa. Annaðist hugmynda- og textagerð, jan. 2004-sept. 2006.

Fróði - útgáfa. Blaðamaður hjá Fróða og ritstýrði afþreyingar- og upplýsingavefsíðu sem var þá í eigu margmiðlunardeildar Fróða, jan. 2003-jan. 2004.

Austurglugginn - héraðsfréttablað. Blaðakona, des. 2002-des. 2003.

Verkmenntaskóli Austurlands. Stundakennari í fjölmiðlafræðum, sept. 2002-des. 2003.

Sjálfstætt starfandi blaðakona fyrir m.a. Rás 2, Indipendent Network News, Morgunblaðið, Veru og ýmis írsk tímarit, 1997-2002.

Pavee Point Travellers Centre. Starfaði hjá samtökunum sem berjast fyrir réttindum írskra sígauna, sumar 2001.

Félagsmálastörf/stjórnmálastörf

Stjórnarformaður í félagasamtökunum Réttindi barna sem ég tók þátt í að stofna til að halda utan um hugmynd mína um að gera teiknimynd gegn kynferðisofbeldi sem verður sýnd í öllum skólum landsins 2011, 2006-nú.

Auk þess hef ég unnið með ýmsum hópum og hagsmunasamtökum að málefnum sem tengjast m.a. náttúruvernd, jafnréttisbaráttu og réttindum aldraðra.

Maki

Kristín Eysteinsdóttir f. 1974, leikstjóri.