Illugi Jökulsson

Blaðamaður - F. 1960

illugi.jokulsson@stjornlagarad.is

Starfsferill

Blaðamaður, ritstjóri, dagskrárgerðarmaður, rithöfundur, þýðandi. Ég hef unnið á mörgum fjölmiðlum og skrifað margskonar bækur, bæði skáldskap og bækur almenns eðlis. Þá hef ég flutt pistla um samfélagsmál. Ég stofnaði tímaritið Sagan öll og SKAKKA TURNINN. Þá er ég ritstjóri síðunnar Tímans rás.

Félagsstörf

Ég hef á ýmsum tímum gengið í Sjálfstæðisflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri græna til að styðja gott fólk í prófkjörum. Það hefur verið mín fátæklega leið til að stuðla að auknu persónukjöri í íslenskri pólitík. Ég hef hins vegar aldrei starfað innan þessara flokka, né annarra, og alltaf hafnað beiðnum um að tala á fundum stjórnmálaflokka, eða leggja þeim eitthvert annað lið.

Þar fyrir utan er ég félagi í Rithöfundasambandinu og Blaðamannafélaginu.

Ég hef verið utan trúfélaga síðan 1994.

Annað

Ég hef engra þeirra hagsmuna að gæta á neinu sviði, sem haft gætu áhrif á störf mín að nýrri stjórnarskrá, fyrir utan þá hvöt að vilja búa börnunum mínum (eins og annarra börnum) betra samfélag.

Ég á enga hluti í fyrirtækjum af neinu tagi, né neinir þeir sem mér standa nærri.

Fjölskylda

Maki: Guðrún Snæfríður Gísladóttir f. 1954, leikari. Börn: Gísli Galdur Þorgeirsson f. 1982, stjúpsonur, Vera f. 1989, Ísleifur Eldur f. 1999.