Freyja Haraldsdóttir

Framkvæmdastjóri, nemi - F. 1986

freyja.haraldsdottir@stjornlagarad.is

Námsferill

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, stúdent af félagsfræðibraut (með áherslu á sál-, fjölmiðlafræði og íslensku) á þremur og hálfu ári, dux scolea 2005.
Háskóli Íslands, Menntavísindasvið. BA í þroskaþjálfafræði, ágætiseinkunn 2010.

Starfsferill

NPA miðstöðin, framkvæmdastjóri 2010.
Hagsmunafélagið Einstök börn, starfaði á skrifstofu félagsins 2008-9.
Hjallamiðstöðin ehf., starfaði sem leiðbeinandi í sumarskóla Hjallastefnunnar með börnum á aldrinum 6-8 ára yfir sumartímann 2008-2009.
Forréttindi ehf., starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Held utan um persónulega aðstoðarmannaþjónustu og fræðslustarf um málefni fatlaðs fólks 2007.
Menntamálaráðuneytið, vann á vegum ráðuneytisins sem fyrirlesari með fræðslu í framhaldsskólum undir yfirskriftinni: Það eru forréttindi að lifa með fötlun, 2006-2007.  
Leikskólinn Kjarrið, leiðbeinandi á sumrin og í öðrum skólafríum og að hluta umsjónaraðili sérkennslu og annars stuðnings barns með sérþarfir, 2004-2007.
Leikskólinn Hæðaból, vann á vegum vinnuskólans þrjú sumur sem leiðbeinandi á leikskólanum 2001-2003.

Félagsstörf

Var varaformaður í stjórn NPA miðstöðvarinnar þar til ég tók við sem framkvæmdastjóri (2010).
Sit í Svæðisráði um málefni fatlaðra á Reykjanesi sem fulltrúi Þroskahjálpar (2008 til dagsins í dag).
Sit í stjórn Félags um fötlunarrannsóknir (2008 til dagsins í dag).
Sat í vinnuhópi um stofnun miðstöðvar um notendastýrða persónulega aðstoð (2008 til 2010).
Sat í undirbúningshópi fyrir stofnun Samtaka um sjálfstætt líf (2008-9).