Salvör Nordal

Forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ - F. 1962

salvor.nordal@stjornlagarad.is

Námsferill

Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1982.
M.Phil í Social Justice frá University of Stirling í Skotlandi 1992.
B.A. í heimspeki frá Háskóla Íslands 1989.
Doktorsnám í heimspeki við University of Calgary í Kanada.

Starfsferill

Forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ frá 2001 og verið kennari við sama skóla frá 1998.
Framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. 1989-1994.
Ýmis fjölmiðlastörf s.s blaðamaður á Morgunblaðinu, greinaskrif fyrir tímarit og dagskrárgerð fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Ríkissjónvarpið, á árunum 1984-94.
Framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík og Kvikmyndahátíðar í Reykjavík. 1984-1986.
Salvör hefur ritað fjölmargar fræðigreinar á sviði siðfræði og heimspeki á undanförnum árum.

Félagsstörf

2009 skipuð af Alþingi í starfshóp um siðfræði og starfshætti, sem starfaði með Rannsóknarnefnd Alþingis um fall íslensku bankanna.
Fulltrúi í Vísindasiðanefnd frá 2008.
Formaður stjórnar Listasafns Háskóla Íslands frá 2008.
Í stjórn Samtaka fjárfesta, frá 2007-2008 og aftur frá vori 2010.
Áður hefur Salvör gegnt margvíslegum öðrum trúnaðarstörfum s.s. verið Varafulltrúi Háskóla Íslands í Jafnréttisráði 2007, Í valnefnd um heimildarmyndir, fyrir Eddu-verðlaun 2007, fulltrúi Siðfræðistofnunar í Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands, Aðalfulltrúi í Siðanefnd LSH - tilnefnd af Landlækni frá 2004, dómnefnd íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bækur í flokki fræðirita og rita almenns eðlis 2003 í val, formaður dómnefndar Eddu-verðlauna 2001, setið í  Tilraunadýranefnd - tilnefnd af Siðfræðistofnun frá 2001-200, formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar 2000 - 2001, fulltrúi Siðfræðistofnunar í Siðanefnd Prestafélags Íslands, frá 1999-2009, gjaldkeri í stjórn Leiklistarsambandsins 1992-1994 og fulltrúi Íslenska dansflokksins þar frá 1989.

Fjölskylda

Börn:Páll Eggertsson, Jóhannes Eggertsson.